Að sögn lögreglu gekk Besta útihátíðin mjög vel fyrir sig sl. nótt, en nærri 5 þúsund manns voru á hátíðarsvæðinu. Fjórir einstaklingar yngri en 18 ára voru fluttir ölvaðir í athvarf barnaverndar á Hellu.
Töluverð ölvun var á svæðinu í nótt, en hátíðarhöld gengu vel fyrir sig. Fjórir voru fluttir í fangageymslur vegna ölvunar.
Á sjötta tug fíkniefnamála komu upp á hátíðinni og var nokkuð um pústra, en engar líkamsárásir hafa verið kærðar.
Nokkur eriill var hjá sjúkragæslu og heilsugæslunni á Hellu vegna minniháttar óhappa í nótt.
Lögreglan heilt yfir ánægð með hátíðina sem fór að mestu vel fram og má þakka það mörgum samverkandi þáttum, m.a. góðu skipulagi hátíðarinnar, öflugri gæslu og síðast en ekki síst góðu veðri.
Að öðru leyti var helgin mjög góð hjá lögreglunni á Hvolsvelli, þrátt fyrir mikla umferð og fjölda fólks í héraðinu.