Að sögn aðstandenda Bestu útihátíðinnar á Gaddstaðaflötum við Hellu hefur hún gengið vel í alla staði, en nú er gestafjöldinn á tíunda þúsund.
Gestir hafa haft það gott í blíðunni í dag og helst að menn hafi kvartað yfir sólbruna.
Í kvöld stíga XXX Rottweiler, Gus Gus og Quarashi meðal annars á svið en nokkrar breytingar hafa verið gerðar á dagskrá hátíðarinnar.
Þessar hljómsveitir eiga svo eftir að stíga á svið.
20:20 – 21:00 Emmsjé Gauti
21:10 – 21:40 Agent fresco
21:45 – 22:15 Friðrik Dór
22:15 – 22:45 Steindi jr. og Ásgeir
23:00 – 00:30 Gus Gus
00:40 – 01:10 Kristmundur Axel
01:30 – 03:00 Quarashi
03:15 – 04:20 XXX Rottweiler
04:20 – 05:00 Dj Áki Pain