Lögreglan á Suðurlandi fór í eftirlit inn í Veiðivötn á miðvikudaginn í síðustu viku. Höfð voru afskipti af tuttugu ökumönnum, ástand þeirra og réttindi könnuð og reyndist allt í lagi þar.
Einnig fór lögreglan um svæðið og ræddi við ferða- og veiðimenn. Bjart var yfir fólki á þessum fallega degi.
Daginn áður voru lögreglumenn við eftirlit í Landmannalaugum og á Fjallabaksleið nyrðri og voru átta hópbifreiðar teknar til vegaskoðunar. Þar var einnig allt í lagi með ökutækin og ökumenn almennt til fyrirmyndar með sín mál.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.