Sveitarfélagið Ölfus hefur tekið þá ákvörðun að taka loftið úr ærslabelgnum við skrúðgarðinn í Þorlákshöfn á meðan á samkomubanni stendur.
Þegar veðrið batnar stækkar barnahópurinn á belgnum og við það skapast mikil nálægð milli barnanna og því erfitt að tryggja öryggi allra með tilliti til smits.
Að öllu óbreyttu verður loft í ærslabelgnum að nýju þann 4. maí næstkomandi.