Einn minniháttar jarðskjálfti varð við Heklu um klukkan þrjú í nótt, en hann mældist 0,4 stig. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er ástandið óbreytt en áfram er fylgst með fjallinu.
Óvissuástand Almannavarna vegna eldgosahættu er enn í gildi, en verður endurskoðað í dag.
Á meðan óvissustig er enn í gildi vara ríkislögreglustjórinn og lögreglustjórinn á Hvolsvelli við ferðum fólks á fjallið.