Allt til fyrirmyndar í ML

Í síðustu viku fóru lögreglumenn með tvo fíkniefnahunda í Menntaskólann að Laugarvatni.

Hundarnir fóru um húsnæði skólans en heimsóknin er liður í forvarnarstarfi Menntaskólans. Engin merki fundust um að fíkniefni hefðu verið eða komið í hús skólans.

Lögreglan á Selfossi hefur í fjölda ára unnið með skólanum í þessu forvarnastarfi, sem hefur verið framkvæmt í samráði við foreldra- og nemendaráð skólans.

Það er samdóma álit skólastjórnenda og annarra að þetta samvinnuverkefni í forvarnarstarfi skólans hafi skilað þeim frábæra árangri að skólinn hefur um árabil verið laus við fíkniefni.

Fyrri greinHarður árekstur í Selvogi
Næsta greinInnbrotsþjófur í gæsluvarðhald