Endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi er lokið og leiddi hún í ljós sömu niðurstöðu og fyrri talning – upp á atkvæði.
Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi, staðfesti þetta í samtali við mbl.is nú um miðnættið.
Talning hófst kl. 19:00 í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi og þegar sunnlenska.is leit við þar í kvöld var góður gangur í talningunni að sögn Þóris – og allt upp á tíu, eins og raunin varð þegar talningu var lokið.