Alltaf þörf á renniverkstæðum

Dagbjartur Finnsson opnaði fyrr á þessu ári renni- og vélaverkstæðið Daggi ehf í Hveragerði en þessa dagana vinnur hann að því að flytja starfsemina að Austurmörk 15.

„Rennismíði er af tvennum toga, annars vegar eru þeir sem eru að vinna við að smíða nýja hluti og starfa að mestu á tölvustýrðum rennibekkjum og svo rennismiðir sem gera við og endursmíða en ég er einmitt svona rennismiður sem endursmíða og geri við,“ segir Dagbjartur í samtali við Sunnlenska.

Í nýja húsnæðinu verður Dagbjartur með planvél til að plana bílhedd og planvél og þrýstiprufunarkar en þetta eru einu vélarnar sinnar tegundar á Suðurlandi. Auk þess er Daggi ehf fyrsta renniverkstæðið sem er opnað í Hveragerðisbæ.

Flestir viðskiptavina hans eru önnur bílaverkstæði og jafnframt aðrir þeir sem eru að gera við bílana sína inni í bílskúr. Hann tekur sjálfur að sér allskyns verkefni eins og að renna öxla og fóðringar.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu

Fyrri greinÚtiljósmyndasýning 860+ á miðbæjartúninu
Næsta greinSelfyssingar kafsigldir í bikarnum