„Alltaf gaman í smá brasi“

Ljósmynd/FBSH

Björgunarsveitir í Rangárvallasýslu voru kallaðar út um klukkan 5:30 í gærmorgun þar sem jeppamenn á tveimur breyttum bílum voru í vandræðum nærri Glaðheimum.

Það tók björgunarsveitirnar um tíu klukkustundir að komast til mannanna en mikill krapi og nýfallin snjór og lítið undirlag gerði ferðina erfiða.

Ferðalagið til baka sóttist einnig seint og kom hópurinn aftur til byggða seint í nótt.

„Alltaf gaman í smá brasi,“ segir á Facebooksíðu Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu en sjö félagar úr þeirri sveit tóku þátt í útkallinu á þremur bílum og þremur vélsleðum.

Fyrri greinFyrsti milljónamæringur ársins er Sunnlendingur
Næsta greinHamar vann eftir framlengingu