Almannavarnir verða til umræðu á íbúafundi sem haldinn verður í kvöld, þriðjudagskvöld kl. 20:00 í Grunnskólanum í Hveragerði.
Frummælendur á fundinum eru Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri, Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri, Víðir Reynisson verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi, Hulda Ragnheiður Árnadóttir framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands og Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúrvárvöktunar Veðurstofu Íslands.
Eftir að þau hafa flutt erindi sín verða umræður. Íbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta en í tilkynningu frá lögreglunni segir að mikilvægt sé að íbúar kynni sér málefni almannavarna og hvernig brugðist verður við komi til almannavarnaástands.