Almannavarnanefnd fundaði vegna föstudagslægðarinnar

Húseigendur eru hvattir til að huga að hættu af grýlukertum, snjó á þökum og niðurföllum. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Almannavarnanefnd Árnessýslu kom saman til fundar í dag vegna mögulegrar hláku á föstudaginn en flestar ár á Suðurlandi eru ísi lagðar.

Þó umfjöllun undanfarinna daga snúi helst að mögulegum flóðum vill nefndin beina því til íbúa Árnessýslu að þeir hugi að hættu af grýlukertum á húsþökum, mögulegum leka þar sem snjór á þökum og svölum bráðnar og ekki síst að hreinsa frá niðurföllum þannig að leysingavatn eigi greiða leið niður.

Þá eru eigendur útigangshrossa á þekktum flóðasvæðum beðnir að huga að því hvort efni séu til að koma þeim á hærra land fari svo að ár ryðji sig.

Enn er nokkur óvissa um framgang veðurspárinnar en aðgerðastjórn verður kölluð saman til upplýsingafundar síðdegis á á fimmtudag þar sem nýjustu veðurspár verða yfirfarnar.

Fyrri greinEfla viðbragð og upplýsingagjöf vegna mögulegrar flóðahættu
Næsta greinÍ beinni: Morgunfundur um vetrarþjónustu