Austurvegurinn á Selfossi hefur iðað af lífi í morgun þegar krakkarnir þrömmuðu um bæinn, sungu fyrir sætindi og héldu upp á Öskudaginn.
Búningarnir voru fjölbreyttir og lagavalið sömuleiðis þó að beljurnar frá Bjarnastöðum njóti ævinlega mikillar hylli. Gamli Nói og Alúetta fylgdu Bjarnastaðabeljunum fast á eftir en margir voru frumlegir og sungu og dönsuðu við frumsamin lög.