Alvarleg bilun í borholu í Hveragerði

Ljósmynd/Veitur

Alvarleg bilun varð í borholu hitaveitunnar í Hveragerði í gær, en bilunin hefur áhrif á alla sem tengjast gufuveitunni og tvöföldu kerfi hitaveitunnar.

Dæla í borholunni bilaði og munu Hvergerðingar sem tengjast tvöfalda kerfinu finna fyrir minni þrýstingi og lægra hitastigi á heita vatninu hjá sér í dag og næstu daga.

„Það er minni þrýstingur og lægra hitastig á vatninu og viðgerð er í forgangi hjá okkur. Það gæti þó tekið einhverja daga þar til viðgerð lýkur. Við biðjum því íbúa og fyrirtæki að fara sparlega með heita vatnið til að tryggja húshitun,“ sagði Silja Ingólfsdóttir, upplýsingafulltrúi Veita, í samtali við sunnlenska.is.

Sem fyrr segir er viðgerð á borholunni í algerum forgangi og geta úbúar fylgst með stöðu mála hér.

Á vef Veitna er einnig hægt að finna hollráð um hvernig hægt er að fara sparlega með heita vatnið.

Fyrri greinSunnlenskir fjallvegir á óvissustigi
Næsta greinMeð sofandi farþega í skottinu