Alvarleg bilun í Sundhöll Selfoss

Sundhöll Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Sundlaugasvæði Sundhallar Selfoss verður lokað næstu daga vegna alvarlegrar bilunar í klórframleiðslukerfi sundhallarinnar. Verið er að vinna í lausn á biluninni.

Opið er í World Class og búningsklefar Sundhallarinnar eru opnir.

Vegna lokunarinnar á Selfossi verður opnunartími sundlaugarinnar á Stokkseyri aukinn á meðan viðgerð stendur yfir.

Á sunnudag verður opið á Stokkseyri frá 9 til 18 og á mánudag verður opið frá klukkan 6:30 til 8:00 og svo aftur frá 14:15 til 20:00. Laugin er lokuð á meðan á skólasundi stendur.

Fyrri greinÝmir hafði betur gegn Hamri
Næsta greinBjörn kveður Selfoss