Á þriðja tímanum í dag var barst Neyðarlínunni tilkynning um alvarlegt hestaslys í Bláskógabyggð.
Lögregla og sjúkralið brugðust við til aðstoðar auk þess sem kallað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flytur hinn slasaða, sem er á barnsaldri, á sjúkrahús í Reykjavík.
Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi er sagt að talið sé að betur hafi farið en á horfðist við fyrstu tilkynningu og vonir standi til þess að áverkar reynist minniháttar.