Lögreglu- og sjúkralið ásamt björgunarsveitum frá Laugarvatni, Selfossi og Hveragerði var kallað út rétt fyrir klukkan tvö í dag vegna köfunarslyss í Silfru í Þingvallavatni.
Um allsherjarútkall var að ræða þar sem tilkynnt var um að kafari hefði misst meðvitund ofan í gjánni.
Búið er að ná manninum upp úr Silfru en lögregla, björgunar- og sjúkralið er ennþá að störfum á vettvangi. Þyrla Landhelgisgæslunnar var sett í viðbragðsstöðu vegna slyssins.
Ekki er ljóst á þessari stundu hver tildrög slyssins voru eða hvert ástand kafarans er.
UPPFÆRT 14:56