Alvarlegt slys á Lyngdalsheiði

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lyngdalsheiðarvegi hefur verið lokað um óákveðinn tíma vegna alvarlegs umferðarslyss.

Neyðarlínan fékk boð um slysið um klukkan hálffjögur í dag og var talsverður viðbúnaður vegna þess en auk lögreglu og sjúkrabíla fóru tækjabílar frá Brunavörnum Árnessýslu á Laugarvatni og Selfossi á vettvang.

Um er að ræða árekstur tvegga bifreiða. Viðbragðsaðilar og rannsóknarnefnd umferðarslysa er nú við vinnu á vettvangi. Ekki liggur fyrir hversu lengi lokunin varir.

UPPFÆRT KL. 19:14 Vegurinn hefur verið opnaður en búast má við töfum á umferð fram eftir kvöldi.

Fyrri grein#Þorlákshöfn frá sólarupprás til sólseturs
Næsta greinTvennt lést í bílslysi á Lyngdalsheiði