Viðbragðsaðilar á Suðurlandi voru kallaðir til vegna alvarlegs umferðarslyss á Þjóðvegi 1, vestan Kúðafljóts um kl. 15:50 í dag þar sem bifreiðar úr gagnstæðum áttum rákust saman.
Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug áleiðis á vettvang og tók við flutningi á slösuðum sem fluttir voru með sjúkrabíl til móts við þyrluna.
Vegurinn er lokaður og verður eitthvað áfram en hjáleið opin um Hrífunes. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að ljóst sé að rannsókn muni taka einhvern tíma en að henni koma, auk lögreglunnar á Suðurlandi, rannsóknarnefnd samgönguslysa og tæknideild Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu.