Alvarlegt umferðarslys varð á Þingvallavegi við Álftavatn í Grímsnesi á tíunda tímanum í morgun. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að ökumaðurinn hafi verið einn í bílnum og ekki er hægt að segja til um ástand hans að svo stöddu.
Veginum var lokað vegna slyssins og verður hann það áfram á meðan rannsókn stendur yfir á vettvangi.