Erlendur ferðamaður var fluttur með þyrlu á slysadeild í Reykjavík eftir alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi, austan við Höfðabrekku í Mýrdal á þriðja tímanum í dag.
RÚV greinir frá þessu og hefur eftir lögreglunni í Vík að maðurinn hafi kastast út úr bílnum. Þrír aðrir voru í bílnum sem sluppu ómeiddir.
Lögreglan á Suðurlandi rannsakar tildrög slyssins.
Þyrlan var stödd í nágrenninu þegar útkallið barst en björgunarsveitir, Landhelgisgæslan og lögregla hafa leitað að týndri konu við suðurströndina í dag.