Suðurlandsvegur er lokaður við Heimaland undir Eyjafjöllum vegna alvarlegs umferðarslyss sem varð um klukkan 16.
Harður árekstur tveggja bíla varð til móts við Heimaland. Viðbragðsaðilar eru við vinnu á vettvangi og vegurinn lokaður.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slyssins ásamt fjölmennu liði viðbragðsaðila. Þyrlan flutti þrjá á sjúkrahús til Reykjavíkur
UPPFÆRT KL. 21:10: Umferð kemst núna óhindrað um vettvang en lokun var aflétt rétt í þessu.