Alvarlegt umferðarslys við Holtsós

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Alvarlegt umferðarslys varð á Suðurlandsvegi austan við Holtsós undir Eyjafjöllum nú fyrir skömmu. Um eina bifreið er að ræða og voru þrír aðilar í henni.

Viðbragðsaðilar eru á vettvangi og er Suðurlandsvegur lokaður á meðan vettvangsvinna stendur yfir.

Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn á slysinu með aðstoð tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi, sem gefur ekki frekari upplýsingar að svo stöddu.

Reiknað er með að lokunin vari að minnsta kosti til kl. 16:00 og engin hjáleið er til staðar.

Fyrri greinAf leikskólakennslu, endurvinnslu og fleira
Næsta greinKatrín sýnir í Gallery Listasel