Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð að Skálpanesi við Langjökul í dag vegna alvarlegs vélsleðaslyss.
Áhöfnin á TF-GRO var á æfingaflugi í Þjórsárdal þegar útkallið barst og var því snögg á staðinn.
Hinar slösuðu voru tvær bandarískar konur á ferðalagi um Ísland. Þær voru komnar undir læknishendur í Reykjavík innan við klukkustund eftir að útkallið barst.
Þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa þrisvar sinnum verið kallaðar út í dag en þær verða gerðar út frá Akureyri og Reykjavík um helgina.