And­lát: Guðni Christian Andrea­sen

Guðni Christian Andrea­sen, bak­ara­meist­ari á Selfossi, lést á heim­ili sínu fimmtudaginn 21. september síðastliðinn, 67 ára að aldri.

Guðni fædd­ist 18. mars 1950 á Sel­fossi, son­ur hjón­anna Hel­ge Mall­ing Andrea­sen, mjólk­ur­fræðings sem kom frá Damörku til að starfa við Mjólk­ur­bú Flóa­manna, og Aðal­heiðar Guðrún­ar Guðna­dótt­ur hús­móður á Sel­fossi.

Guðni lærði bak­araiðn við Brauðgerð KÁ. Þá flutt­ist hann til Dan­merk­ur þar sem hann starfaði við bakst­ur. Þann 1. júlí 1972 stofnaði hann Guðnabakarí á Sel­fossi og rak það síðan.

Guðni var einnig virk­ur í ýms­um fé­lags­mál­um í gegn­um tíðina. Hann var formaður Lands­sam­bands bak­ara­meist­ara í 10 ár ásamt því að vera virk­ur í land­sam­band­inu frá stofn­un Guðnabaka­rís. Hann var meðlim­ur í Flug­klúbbi Sel­foss í fjölda ára. Guðni starfaði um langt skeið í Li­ons­klúbbi Sel­foss, sinnti þar stjórn­ar­störf­um ásamt því að vera Mel­vin Jo­nes fé­lagi.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Guðna er Björg Óskars­dótt­ir. Börn hans eru þrjú og afa­börn­in eru átta.

Fyrri greinSjö marka tap gegn Eyjakonum
Næsta greinAð óbreyttu þarf að grípa til sársaukafullra aðgerða