Andlát á Sólvöllum vegna COVID-19

Íbúi á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka lést í gær vegna COVID-19.

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, greindi frá þessu á upplýsingafundi almannavarna í morgun. Hann vottaði aðstandendum hins látna samúð sína.

Íbúar og starfsmenn Sólvalla smituðust af COVID-19 í lok október í kjölfar hópsmits sem kom upp á Landakoti. Í tölum dagsins í dag frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands kemur fram að nú séu níu manns í einangrun á Eyrarbakka vegna COVID-19 og tveir í sóttkví.

Alls hafa 15 manns látist á landinu á síðustu vikum af völdum COVID-19.

Fyrri greinÆtlaði að slá heimsmetið í sippi
Næsta greinElvar Örn félagsmaður mánaðarins