Andrea leiðir Dögun í Suðurkjördæmi

Andrea J. Ólafsdóttir mun leiða lista Dögunar í Suðurkjördæmi. Landsfundur Dögunar verður haldinn um helgina.

Andrea starfar sem annar kosningastjóra Dögunar en hún er þekktust fyrir að hafa verið í forsvari fyrir Hagsmunasamtök heimilanna auk þess sem hún bauð sig fram til embættis forseta Íslands í fyrra.

Landsfundur Dögunar verður haldinn á Fosshótel Lind, Rauðarárstíg 18, Reykjavík um helgina. Málefnahópar verða einnig starfandi í kosningamiðstöð Dögunar að Grensásvegi 16a.

Fundurinn hefst í dag kl. 16 en oddvitaefni Dögunar munu flytja sameiginlega setningarræðu kl. 16:30.

Eins og fram hefur komið mun Margrét Tryggvadóttir, sem leiddi Borgarahreyfinguna í Suðurkjördæmi fyrir síðustu þingkosningar, verða í oddvitasæti Dögunar í Suðvesturkjördæmi.

Nánari dagskrá landsfundarins má sjá á heimasíðu Dögunar.

Fyrri greinAtvinnumálanefnd vill hjúkrunarheimili í Laugarási
Næsta greinTími gjaldtöku á ferðamannastöðum kominn