Andrés Ingi Jónsson, frá Hjarðarbóli í Ölfusi, hefur tekið við sem aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra.
Andrés Ingi hefur undanfarið verið í fæðingarorlofi, en starfaði í vor sem nefndarritari hjá Stjórnlagaráði. Hann var aðstoðarmaður Álfheiðar Ingadóttur heilbrigðisráðherra árið 2010 og leysti áður af sem upplýsingafulltrúi heilbrigðis- og umhverfisráðuneytanna. Áður var hann verkefnisstjóri hjá Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands.
Hann er með meistarapróf í alþjóðastjórnmálum frá University of Sussex og BA-gráðu í heimspeki frá Háskóla Íslands.