Anna Birna Þráinsdóttir, sýslumaður í Vík í Mýrdal, verður sýslumaður á Suðurlandi, þegar ný lög um embætti sýslumanna og lögreglustjóra taka gildi, þann 1. janúar nk.
Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins verður Kjartan Þorkelsson, sýslumaður á Hvolsvelli, lögreglustjóri á Suðurlandi og verða höfuðstöðvar lögreglunnar á Hvolsvelli.
Búist er við því að skipunarbréf nýrra sýslumanna verði send úr innanríkisráðuneytinu fyrir vikulok, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.