Anna Gína Aagestad hefur verið ráðin aðstoðarleikskólastjóri Goðheima, nýs leikskóla á Selfossi sem opnaður verður á næsta ári.
Anna Gína er með B.Ed. próf í leikskólakennarafræðum og lýkur meistaranámi í stjórnun menntastofnana við Háskóla Íslands vorið 2021.
Hún starfaði sem verkefnastjóri útkennslu og Grænfánaverkefnisins „Skólar á grænni grein“ við leikskólann Álfheima á Selfossi á árunum 2008 til 2018 og í leikskólanum Krakkaborg í Flóahreppi frá árinu 2018.
Anna Gína hefur einnig verið verkefnastjóri Gullanna i grenndinni sem er samstarfsverkefni leik- og grunnskóla frá árinu 2012.
Alls bárust þrjár umsóknir um starfið.