Annar fanganna tveggja sem struku úr fangelsinu að Sogni, er kominn í leitirnar. Hann er nú í haldi lögreglu og verður fluttur til afplánunar aftur innan skamms.
Ríkisútvarpið hefur þetta eftir Halldóri Val Pálssyni, fangelsisstjóra á Litla-Hrauni og Sogni.
Leit að hinum fanganum stendur enn yfir og er í höndum lögregluembættanna á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu.
Fangarnir eru ungir að árum, þeir hafa ekki hlotið dóm fyrir ofbeldisbrot og eru ekki taldir hættulegir.