Annir hjá Hvolsvallarlöggu

Síðasta vika var frekar erilsöm hjá lögreglunni á Hvolsvelli, en 110 bókanir eru skráðar í dagbók lögreglunnar.

Lögreglan stöðvaði 44 ökumenn vegna umferðarlagabrota í síðastliðinni viku og þar af 21 nú um helgina. Sá sem hraðast ók var á 137 km/klst. Töluverð umferð er enn á vegum í umdæminu þrátt fyrir að sumartíminn sé að nálgast endalokin, en greinilegt er að töluvert er enn af erlendum ferðamönnum hér á landinu enn þar sem hlutfall þeirra í ofangreindum hópi er um 70%.

Þrisvar var tilkynnt til lögreglunnar að ekið hafi verið á búfénað við þjóðvegi í umdæminu.

Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á tímabilinu og þar af eitt við Múlakvísl á Mýrdalssandi í gærkvöldi, en þar valt bifreið með tveimur innanborðs.

Fyrri greinKonan ekki alvarlega slösuð
Næsta greinLítilsháttar tjón í Kirkjuhvoli