Talsverðar annir hafa verið hjá sjúkraflutningum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í dag og síðustu daga.
Í dag voru á tímabili þrír sjúkrabílar úti ásamt vettvangshjálparliði frá Björgunarfélaginu Eyvindi á Flúðum. Alvarleg veikindi komu upp hjá tveimur einstaklingum á sama tíma.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út til aðstoðar þar sem annað tilfellið var í Þjórsárdal.
Að sögn Ármanns Höskuldssonar, yfirmanns sjúkraflutninga HSu, hafa verið talsverðar annir hjá sjúkraflutningamönnum frá því fyrir helgi. „Það hafa verið tæplega fimmtíu útköll síðan á föstudag, ýmist bráð veikindi eða slys,“ sagði Ármann í samtali við sunnlenska.is.