Anton Kári Halldórsson, oddviti Rangárþings eystra, varð efstur í skoðanakönnun D-lista sjálfstæðismanna í Rangárþingi eystra sem fram fór í dag.
Anton Kári hlaut 122 atkvæði í 1. sætið eða 90,4% atkvæða en hann sóttist einn eftir sætinu.
Í öðru sæti varð Árný Hrund Svavarsdóttir með 84 atkvæði eða 62,2%. Í þriðja sæti varð Sigríður Karólína Viðarsdóttir með 65 atkvæði eða 48,1%. Í fjórða sæti varð Elvar Eyvindsson með 100 atkvæði eða 74,1% atkvæða.
Alls greiddu 148 manns atkvæði. Auðir og ógildir seðlar voru 13 og gild atkvæði 135.
Efstu sex sætin urðu eftirfarandi:
1. Anton Kári Halldórsson með 122 atkvæði
2. Árný Hrund Svavarsdóttir með 84 atkvæði
3. Sigríður Karólína Viðarsdóttir með 65 atkvæði
4. Elvar Eyvindsson með 100 atkvæði
5. Sandra Sif Úlfarsdóttir með 63 atkvæði
6. Ágúst Leó Sigurðsson með 68 atkvæði
Sjá nánari sundurliðun hér.