Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, var kosinn formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga á aukaaðalfundi samtakanna sem haldinn var í Vestmannaeyjum á dögunum.
Anton Kári tekur við formennskunni af Ásgerði Kristínu Gylfadóttur, bæjarfulltrúa á Hornafirði. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður bæjarráðs Hveragerðisbæjar er varaformaður samtakanna.
Auk Antons Kára og Jóhönnu Ýrar eru í nýkjörinni stjórn samtakanna þau Gauti Árnason, Hornafirði, Jóhannes Gissurarson, Skaftárhreppi, Njáll Ragnarsson, Vestmannaeyjabæ, Árni Eiríksson, Flóahreppi, Brynhildur Jónsdóttir, Árborg, Arnar Freyr Ólafsson, Árborg og Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir, Ölfusi.
Auk Ásgerðar, fyrrum formanns, gengu úr stjórn þau Grétar Ingi Erlendsson, Ölfusi, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, Rangárþingi ytra og Einar Freyr Elínarson, Mýrdalshreppi.