Appelsínugul viðvörun: Hríðarveður síðdegis

Veðurstofan hefur gefið út gula og appelsínugula viðvörun fyrir Suðurland og Suðausturland sem gildir frá miðjum degi í dag og fram á kvöld.

Það hvessir á landinu síðdegis með hríðarveðri, fyrst með suðurströndinni. Dregur smám saman úr vindi og í nótt og á morgun.

Gert er ráð fyrir austan og síðar norðaustan 15-25 m/s með snjókomu, hvassast og úrkomumest syðst á landinu. Staðbundnar vindhviður, yfir 35 m/s, verða undir Eyjafjöllum og varasamt að vera á ferðinni.

Á milli 17 og 22 er appelsínugul viðvörun í gildi á Suðausturlandi, norðaustan 18-28 m/s með talsverðri snjókomu eða slyddu, hvassast i Mýrdal og við Öræfajökul þar sem vindhviður geta staðbundið farið yfir 35 m/s. Ekkert ferðaveður verður á svæðinu á þessum tíma og segir Vegagerðin að mögulega gæti komið til lokana á vegum.

Fyrri greinStöðvuðu stolinn bíl með naglamottu við Selfoss
Næsta greinÞrír unglingspiltar í bílnum sem lögreglan veitti eftirför