Appelsínugul viðvörun vegna úrhellis rigningar

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir Suðausturland, sem gildir frá klukkan 17 á föstudag og fram að miðnætti.

Gert er ráð fyrir suðaustanátt með úrhellis rigningu og mikilli leysingu. Fólk er hvatt til að hreinsa frá niðurföllum og fráveituskurðum til að forðast vatnstjón.

Á Suðurlandi er gul viðvörun í gildi á föstudag, frá hádegi og fram að miðnætti. Gert er ráð fyrir suðaustan stormi með rigningu, suðaustan 15-23 m/sek og 35-40 m/sek vindhviðum við fjöll. Aðstæður verða varasamar fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Talsverð rigning verður undir Eyjafjöllunum.

Á laugardag og sunnudag eru áfram gular viðvaranir í gildi á Suður- og Suðausturlandi vegna lægðagangs og asahláku.

Fyrri greinHellisheiði og Þrengsli lokuð
Næsta greinHellisheiði og Þrengsli opin