Áramótabrennur á Suðurlandi

Áramótabrenna á Selfossi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Áramótabrennan á Selfossi verður kl. 17:00 á eldstæði við Gesthús. Björgunarfélag Árborgar verður með flugeldasýningu kl. 17:15 og skotið upp af Fjallinu eina.

Á Stokkseyri er brenna kl. 17 vestan við Kaðlastaði og á Eyrarbakka er brenna kl. 20:00 á Sandgræðslunni norðan við tjaldstæðið.

Í Þorlákshöfn verður árið kvatt með brennu fyrir neðan útsýnisskífu við hafnargarðinn vestast í bænum. Stefán Jónsson járnkarl og brennustjóri mum kveikja í kl. 17 og tíu mínútum síðar fírar Ingimar Rafn skotstjóri upp í flugeldasýningu. Björgunarsveitin Mannbjörg og Kiwanisklúbburinn Ölver hafa umsjón með brennu og flugeldasýningu.

Hvergerðingar geta farið á brennu á gamlárskvöld en þar verður kveikt í áramótabrennu við Breiðumörk ofan Grýluvallar klukkan 20:30. Flugeldasýning verður í höndum Hjálparsveitar skáta.

Þrjár áramótabrennur verða í Bláskógabyggð. Á Laugarvatni kl. 21:30 á malarplani við íþróttamiðstöðina, í Laugarási kl. 20:30 við Höfðaveg og í Reykholti kl. 20:30 við Vegholt.

Brenna og flugeldasýning verður á Gaddstaðaflötum við Hellu kl. 17.

Í kvöld verður brenna með hefðbundnum hætti á Hvolsvelli og verður kveikt upp í henni kl 18:00. Flugeldasýning hefst kl 18:15. Staðsetning á brennu og flugeldasýningu verður á túni norðan við götuna Halgerðartún.

Áramótabrenna í Vík í Mýrdal verður við varnargarðinn kl. 16:30 og flugeldasýning kl. 17:00 í umsjón Björgunarsveitarinnar Víkverja.

Brenna og flugeldasýning verða við gámasvæðið á Kirkjubæjarklaustri klukkan 21:00. Flugeldasýniningin hefst kl. 21:15 og sér Björgunarsveitin Kyndill um gleðina.

Fyrri greinHvergerðingar þurfa að spara heita vatnið
Næsta greinKúrekahatturinn fór niður í flugvélinni