Leitin að Páli Mar Guðjónssyni á og við Ölfusá hélt áfram af nokkrum þunga í dag. Björgunarsveitir luku verkefnum dagsins um kl. 15:30 og var leitin árangurslaus.
Svæðisstjórn björgunarsveita á Svæði 3 mun funda með lögreglu um framhaldið eftir helgina en fyrir liggur að framkvæma fjölgeislamælingu í farvegi árinnar neðan Ölfusárbrúar við fyrsta tækifæri til að reyna að staðsetja bifreið Páls.
Lögreglan segir alveg óljóst hver árangurinn af slíkri mælingu gæti orðið enda áin straumþung og loftbólur í henni, en hvorutveggja takmarkar mjög getu þeirra tækja sem þarf í þessa aðgerð.
Lögregla og aðstandendur mannsins vilja þakka björgunarsveitum og viðbragðsaðilium öllum mikið og óeigingjarnt starf við leitina.