Árborg: D-listinn með hreinan meirihluta

Sjálfstæðismenn hafa hreinan meirihluta í Árborg þegar 3.071 atkvæði hafa verið talin.

D-listinn er með 1.369 atkvæði eða 44,5% og fimm bæjarfulltrúa. Samfylkingin er með 577 atkvæði og tvo fulltrúa, Framsóknarflokkurinn 535 atkvæði og einn fulltrúa. Vinstri grænir eru með 289 atkvæði og einn fulltrúa.

Þarna er gríðarlega mjótt á mununum en aðeins munar þrettán atkvæðum á að Íris Böðvarsdóttir, í 2. sæti B-listans, felli Gunnar Egilsson, fimmta mann á lista Sjálfstæðisflokksins.

Röð fulltrúa er þannig:

1. Eyþór Arnalds (D)
2. Elfa Dögg Þórðardóttir (D)
3. Ragnheiður Hergeirsdóttir (S)
4. Helgi Sigurður Haraldsson (B)
5. Ari Björn Thorarensen (D)
6. Sandra Dís Hafþórsdóttir (D)
7. Þórdís Eygló Sigurðardóttir (V)
8. Eggert Valur Guðmundsson (S)
9. Gunnar Egilsson (D)

Næst inn er Íris Böðvarsdóttir (B)

Fyrri grein84,5% kusu í Rangytra
Næsta greinLokatölur: Hnífjafnt í Ölfusinu