Sveitarfélagið Árborg og Hestamannafélagið Sleipnir hafa endurnýjað þjónustusamning sinn til eins árs.
Um er að ræða þjónustusamning sem felur í sér styrk til reksturs félagsins og framlags til barna- og unglingastarfs. Einnig var gerður samningur um stuðning til reksturs félagshesthúss til næstu þriggja ára.
Með verkefninu er börnum og unglingum sem eru að stíga sín fyrstu skref í hestaíþróttum gefinn kostur á að fá aðgang að hesti og aðstöðu og þau studd áfram í starfinu.