Sveitarfélagið Árborg og Skátafélagið Fossbúar hafa endurnýjað þjónustusamning um verkefni skátafélagsins og rekstrarstyrk.
Um er að ræða þjónustusamning sem felur í sér verkefni skátafélagsins við hátíðarhöld á sumardaginn fyrsta og 17. júní ásamt fjölskyldukvöldvöku í október og fjölskyldugöngu í Helliskógi í desember. Sveitarfélagið styrkir síðan félagið áfram með mánaðarlegum rekstrarstyrk.
Sveitarfélagið og skátafélagið eru að vinna að heildarendurskoðun á samningi til lengri tíma og er markmiðið að slíkur samningur verði tilbúin síðar á árinu og taki þá gildi í upphafi nýs árs.