Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur gefið út reglur um úthlutun aukaframlags Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á árinu 2010. Sveitarfélagið Árborg fær langhæsta framlagið á Suðurlandi.
Aukaframlaginu er ætlað að bæta rekstrarstöðu sveitarfélaga en við ákvörðun um úthlutun framlagsins var m.a. horft til ársreikninga sveitarfélaganna árið 2009. Árborg fær langhæsta framlag sveitarfélaga á Suðurlandi eða 37 milljónir króna.
Sérstakt aukaframlag Jöfnunarsjóðs hefur verið veitt síðan 1999 að undanskildum árunum 2002 og 2005. Aukaframlag ársins er einn milljarður króna og er framlaginu ætlað að bæta rekstrarstöðu sveitarfélaga á yfirstandandi ári. Með hliðsjón af ýmsum breytingum sem orðið hafa í rekstrarumhverfi skuldsettra sveitarfélaga hefur reglum um úthlutun framlagsins í ár verið breytt.
Sveitarfélög sem ekki nýta hámarksútsvar á yfirstandandi ári fá ekki aukaframlag. 75% af framlaginu koma til greiðslu nú í þessari viku. Eftirstöðvar framlagsins verða greiddar í desember þegar upplýsingar um tekjuforsendur ársins 2010 liggja fyrir og endurskoðun framlagsins hefur farið fram.
Úthlutunin á Suðurlandi er eftirfarandi:
Sveitarfélagið Árborg 37.178.802 kr.
Mýrdalshreppur 3.739.798 kr.
Skaftárhreppur 13.919.442 kr.
Ásahreppur 0
Rangárþing eystra 0
Rangárþing ytra 441.959 kr.
Hrunamannahreppur 0
Hveragerðisbær 4.012.876 kr.
Sveitarfélagið Ölfus 2.613.129 kr.
Grímsnes- og Grafningshreppur 0
Skeiða- og Gnúpverjahr 4.327.504 kr.
Bláskógabyggð 1.091.371 kr.
Flóahreppur 0