Lið Árborgar steinlá fyrir Ísafirði í fyrsta Útsvarsþætti vetrarins í Ríkissjónvarpinu í kvöld. Lokatölur voru 98-48, Ísfirðingum í vil.
Þrautreynt lið Ísafjarðarbæjar tók forystuna strax í upphafi og lét hana aldrei af hendi.
Lið Árborgar skipuðu þau Guðrún Halla Jónsdóttir, þroskaþjálfi, Már Ingólfur Másson, sagnfræðingur og kennari og Ólafur Ingvi Ólason, frístundaleiðbeinandi og háskólanemi.