Markaðsstofa Suðurlands hefur óskað eftir áframhaldandi stuðningi frá Sveitarfélaginu Árborg við stofuna en núgildandi samningur rennur út um næstu áramót.
Markaðsstofan sendi bæjarráði erindi í október þar sem óskað var eftir nýjum samningi til næstu þriggja ára eða sem svarar 430 krónum á hvern íbúa. Í fyrri samningi var fjárhæðin 350 krónur á hvern íbúa.
Bæjarráð frestaði ákvörðun í málinu á fundi sínum fyrir skömmu þar sem vinna er í gangi við framtíðarskipulag kynningar- og ferðamála í sveitarfélaginu.