Árborg gegn byggðasamlagi um málefni fatlaðra

Að sögn Þorvaldar Guðmundssonar, forseta bæjarráðs Árborgar, er ekki vilji fyrir því innan ráðsins að stofnað verði sérsakt byggðasamlag allra sveitarfélaga á Suðurlandi sem sæi um málefni fatlaðra.

Ekki er ljóst hvaða áhrif yfirlýsing bæjarráðs Árborgar hefur á framvindu málsins, en ýmsir forsvarsmenn annarra sveitarfélaga hafa lagt hart að Árborg að mynda byggðasamlag um málaflokkinn, m.a. af ótta við að ekki verði mögulegt að veita fullnægjandi þjónustu í minni sveitarfélögunum.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu.

Panta áskrift.

Fyrri greinFarsælir framfarasinnar sameinast í K-lista
Næsta greinSelfoss skoðar Cardaklija