Sveitarfélagið Árborg greiðir 24,2 milljónir króna til kaupa á tækjabúnaði í nýtt verknámshús Fjölbrautaskóla Suðurlands, samkvæmt samkomulagi sveitarfélaga á Suðurlandi og ríkisins.
Heildarframlag til kaupa á búnaðinum nemur 110 milljónum króna, en þar af eru ráðgert að 66 milljónir séu viðbótarfjárveiting heimiluð á fjáraukalögum næsta árs.
Ríkið greiðir 60 prósent kostnaðarins, en Árborg og héraðsnefndir þriggja sýslna greiða samkvæmt eignarhlut. Hlutur Árborar er 22 prósent, hlutur Héraðsnefndar Árnesinga án Árborgar er 13,8 prósent sem þýðir að héraðsnefndin eða aðildarsveitarfélög hafa skuldbundið sig að greiða 15,2 milljónir króna.
Héraðsnefnd Rangæinga er skrifuð fyrir 3,4 prósentum sem þýðir framlag upp á 3,7 milljónir, og loks á Héraðsnefnd Vestur Skaftfellinga 0,8 prósent og greiðir því 900 þúsund krónur til kaupanna á tækjabúnaðinum.