Framboðslisti Samfylkingarinnar í Árborg fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2010 var samþykktur á aðalfundi félagsins í gærkvöldi. Röð fjögurra efstu er óbreytt frá prófkjöri flokksins í febrúar og skipar Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri, efsta sæti listans.
Listinn er eftirfarandi:
1. Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri
2. Eggert Valur Guðmundsson, sjálfstæður atvinnurekandi
3. Arna Ír Gunnarsdóttir, sviðsstjóri
4. Kjartan Ólason, framhaldsskólakennari
5. Þóra Björk Guðmundsdóttir, aðstoðarskólastjóri
6. Árni Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður
7. Frímann Baldursson, lögreglumaður
8. Kristín Sigurðardóttir, húsmóðir
9. Þórný Björk Jakobsdóttir, rit- og táknmálstúlkur
10. Erling Rúnar Huldarsson, verkamaður og iðnnemi
11. Stefanía Ýrr Þórðardóttir, nemi
12. Gerður Sif Skúladóttir, nemi
13. Grétar Zóphaníasson, fyrrverandi sveitarstjóri
14. Sif Sigurðardóttir, nemi
15. Ingveldur Eiríksdóttir, grunnskólakennari og nemi
16. Ásmundur Sverrir Pálsson, framkvæmdastjóri
17. Sigurbjörg Grétarsdóttir, sjúkraliði
18. Sigurjón Erlingsson, múrarameistari