Sveitarfélagið Árborg býr sig undir að segja sig úr Skólaskrifstofu Suðurlands. Haustið 2010 tilkynnti sveitarfélagið um úrsögn frá og með 1. janúar 2012 en dró þá ákvörðun síðan til baka.
Eftir því sem heimildir Sunnlenska herma er samstaða um ákvörðunina meðal allra bæjarfulltrúa nema fulltrúa Vg. Það er breyting frá því fyrir ári síðan þegar fulltrúar Samfylkingarinnar vildu ekki samþykkja úrsögnina.
Sveitarfélagið greiðir um 53 milljónir til skrifstofunnar á ári auk ýmissa gjalda vegna námskeiða og fleira. Sparnaður sveitarfélagsins með því að færa verkið inn í ráðhús Árborgar gæti verið milli fimmtán og tuttugu milljónir á ári.
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu PANTA ÁSKRIFT