Sveitarfélagið Árborg hefur ákveðið að taka tilboði Íslandsbanka í bankaþjónustu, en bankinn átti lægsta tilboð í auglýstu útboði á vegum sveitarfélagsins nýverið.
Í tilboðinu voru fyrirfram gefnar forsendur, og óskað eftir tilboðum í vexti á innistæðum, yfirdráttarvexti og ýmsa liði sem snúa að innheimtuþjónustu, en sveitarfélagið sendir út gríðarlegt magn af kröfum.
Gengið verður til samninga við Íslandsbanka á næstu dögum en tíu milljónum króna munaði á tilboði bankans og Landsbankans sem átti næst lægsta tilboð.