Sveitarfélagið Árborg bættist í dag í hóp þeirra sveitarfélaga sem spyrja mun kjósendur um vilja þeirra til sameiningar sveitarfélaga samhliða sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Bæjarráð leggur til að í skoðanakönnun verði spurt hvort kjósendur vilji kanna möguleika á sameiningu sveitarfélaga eða ekki.
Ef kjósendur vilja skoða slíkan möguleika verði gefnir þeir möguleikar að merkja við Árnessýslu sem eitt sveitarfélag eða sameinast einu eða fleiri sveitarfélögum í Árnessýslu.
Hvergerðingar, Hrunamenn, Skeiðamenn og Gnúpverjar og íbúar Flóahrepps verða einnig spurðir út í vilja til sameiningar sveitarfélaga.